Skilmálar

Upplýsingar um seljanda

Fyrirtæki: INDI ehf
Heimilisfang: Gvendargeisli 60, 113 Reykjavík
Kennitala: 440221-1060
Tölvupóstur: upplysingar@indi.is

Verð á vöru og sendingakostnaður

INDI.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram, nema annað sé umsamið. Verslunin áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun.
Allar pantanir sem fara í gegnum Íslandspóst gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. INDI.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi til kaupanda. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá INDI.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Hægt er að velja um að sækja vöru til okkar samkvæmt samkomulagi. Ef vara er ekki sótt innan 6 mánaða er hún sett aftur í sölu.

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti.
Millifærsla: Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun.
Reikningur: 0370-26-440227 
kt: 440221-1060

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta eða endurgreiðsla.

Er meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Gölluð vara

Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðið að lagfæra vöru, ef það er ekki mögulegt er ný vara fengin í staðinn. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Persónuupplýsingar

Við leggjum áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina okkar og förum með slíkar upplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. Við söfnum eingöngu upplýsingum um viðskiptavini okkar til þess að geta veitt þá þjónustu sem beðið er um.

Um söfnun persónuupplýsinga:
Við söfnum og vinnum með persónuupplýsingar til að:

• Halda utan um og vinna með pantanir og vörukaup.
• Auðkenna viðskiptavini.
• Geta afhent keypta vöru, tilkynnt um stöðu pöntunar og til að geta haft samband við viðskiptavini okkar vegna spurninga eða upplýsinga um afhendingu.
• Geta staðfest heimilisfang viðskiptavinar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
• Geta aðstoðað viðskiptivini við vöruskil og/eða kvartanir.
• Hafa umsjón með aðgangi viðskiptavina að vefmiðlum okkar.
• Hafa yfirlit með vörukaupum.
• Hafa yfirlit um vöru- og greiðslusögu viðskiptavina.
• Markaðssetja vörur með tölvupóstum, áminningum um gleymdar/geymdar innkaupakörfur og samfélagsmiðlum.
• Eiga samskipti við viðskiptavini okkar í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla.
• Geta rannsakað kvartanir.
• Uppfylla lagalegar skyldur á borð við öryggisskuldbindingar vegna vöru. Þurfi að innkalla vöru eða upplýsa viðskiptavini um öryggi vöru gætum við þurft að láta af hendi upplýsingar eða samskipti til almennings og/eða viðskiptavina.
• Bæta þjónustu og vöruframboð okkar og auka öryggi fyrir viðskiptavini.
• Koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar og koma í veg fyrir glæpi gegn fyrirtækinu.
• Koma í veg fyrir ruslpóst og allar óleyfilegar aðgerðir.
• Einfalda notkun á þjónustu með því að geyma upplýsingar um viðskiptavini, greiðsluleiðir, sendingarmáta og þess háttar.

Við söfnum og vinnum með eftirfarandi upplýsingar:

• Nafn
• Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
• Greiðsluupplýsingar (s.s. upplýsingar um færslur, dagsetningu færslna)
• Greiðslusaga
• Pöntunarsaga, s.s. hvaða vara var keypt og hvert hún var send.
• Upplýsingar um vörukaup
• Upplýsingar um tölvur viðskiptavina, síma eða önnur tæki sem viðskiptavinur notar og stillingar þeirra.
• Upplýsingar um hvernig viðskiptavinur notar vefsíður og aðra rafræna miðla fyrirtækisins.
• Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar).
• Hvernig vefsíður og vefmiðlar eru notuð (t.d. hvaða vefsíður og hlutar vefsíðna hafa verið heimsótt og hverju hefur verið leitað að).
• Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar vegna athugasemdar/kvörtunar.
• Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir.
• Notandaupplýsingar frá netaðgangi, t.d. þegar viðskiptavinur á í vandræðum með að innskrá sig.
• Nafnlausar tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar, s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl.
• Nafnlausar upplýsingar um notkun viðskiptavina, t.d. á hvaða hátt þjónustur voru notaðar, hvernig innskráningu var háttað, hvar og hversu lengi ýmsar síður voru heimsóttar, viðbragðstími, villur við niðurhal, hvernig hægt er að tengjast þjónustum og hvenær farið var úr þjónustum, o.s.frv.
• Nafnlausar upplýsingar um hvernig vefsíður okkar og aðrir rafrænir miðlar eru notuð (t.d. hvaða síður eða síðuhlutar hafa verið heimsótt og að hverju hefur verið leitað).
• Nafnlausar landfræðilegar upplýsingar

Um upplýsingar til þriðja aðila

Í einhverjum tilfellum gætu persónugreinanleg gögn verið færð til samstarfsaðila okkar t.d. þegar kemur að markaðssetningu (prentun, dreifing o.fl.), flutningi, dreifingu, tækniþjónustu og greiðsluleiðum. Gögn sem eru persónugreinanleg eiga alltaf að vera meðhöndluð af þriðja aðila í samræmi við lög og tilgang okkar við gagnasöfnun.
Við gætum einnig þurft að veita stjórnvöldum t.d. lögreglu eða skattayfirvöldum aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum. Að auki gætum við þurft að veita bönkum, korta- og greiðsluleiðafyrirtækjum og flutningsfyrirtækjum aðgang að gögnum sem hægt er að persónugreina. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðilar sem fá hjá okkur persónugreinanleg gögn að vinna gögnin í samræmi við lög og reglur um vinnslu persónuupplýsinga.

Um smákökur (cookies)

Það eru tvær tegundir af smákökum. Ein geymir textaskrá í ákveðinn tíma, þar til hún rennur út. Tilgangur hennar er t.d. að segja þér hvað hefur gerst frá því þú heimsóttir síðast. Hin tegundin er svokölluð session cookie, sem hefur ekki dagsetningu. Textaskráin er vistuð tímabundið, á meðan þú ert á vefsíðu og gæti t.d. hjálpað til við að muna tungumálið sem þú ert að nota. Um leið og vafranum er lokað, eyðist textaskráin.
Á INDI.is notum við smákökur til að halda utan um það hvað þú hefur sett í vörukörfuna. Við notum líka smákökur til að halda utan um tölfræði, til þess að hjálpa við þróun síðnanna. Þeim upplýsingum er safnað í samstarfi við þriðja aðila.

Bókhaldsgögn

Bókhaldsgögn okkar eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu?  Sendu okkur póst á upplysingar@indi.is

Shopping Cart